Þrívíð laserskönnun
Þrívíð laserskönnun. Verkís hefur nýtt 3D-laserskanna í verkefnum undanfarin tvö ár. Með skannanum verður uppmæling mannvirkja og eða umhverfis mun fljótlegri og nákvæmari en hægt er að skanna mannvirki bæði að utan og innan og setja saman í eina heild.
Skönnunin nýtist sem undirlag við hönnun eða gerð ýmissa greininga. Með því að beita skönnun er til dæmis hægt að minnka áhættu og ósamræmi í viðhaldi, endurbótum og viðbyggingum. Á framkvæmdartíma er hægt að beita skönnun í eftirliti. Þannig er auðveldlega hægt að bera saman hönnunarlíkön við eiginlega framkvæmd.
Margir aðrir notkunarmöguleikar eru fyrir hendi, má þar nefna skrásetningu fornminja, skipaiðnað, gæðaeftirlit í framleiðslu og til vettvangsrannsókna. Verkís hefur nýtt afurðir úr þrívíddarskönnun með góðum árangri í verkefnum innanlands sem og erlendis. Sérfræðingar okkar nýta tæknina til hagræðingar fyrir viðskiptavini.
Við höfum áhuga á að kynna þjónustu okkar við þrívíða laserskönnun fyrir þínu fyrirtæki.
Hafðu samband og við komum í heimsókn.
Tengiliður: Davíð Friðgeirsson – BIM ráðgjafi / Byggingafræðingur df@verkis.is |