Skip to content
11/12/2025

Þakkarhóf Verkís í Ofanleiti

© Silla Páls
Sigurþór H. Tryggvason, Sigrún Björg Ásmundsdóttir, Helgi Valdimarsson, Flosi Sigurðsson, Egill Viðarsson (framkvæmdarstjóri), Bjarni Bjarnason og Karl Rosenkjær. Á myndina vantar Sigmar A. Steingrímsson og Helgu Björnsdóttir
Silla Páls

Hlý og hátíðleg stund til að heiðra reynslumikla samstarfsfélaga

Fimmtudaginn 27. nóvember, stóð Verkís fyrir hlýlegu og vel sóttu þakkarhófi í Ofanleiti 2 þar sem samstarfsfólk kom saman til að heiðra þá sem hafa lokið störfum sökum aldurs á síðasta ári, ásamt þeim sem hafa gert tímavinnusamning við fyrirtækið. Notaleg stund þar sem þakklæti, samvera og minningar voru í forgrunni.

Athöfnin hófst á ávarpi Egils Viðarssonar, framkvæmdarstjóra Verkís, sem þakkaði viðstöddum fyrir ómetanlegt framlag þeirra í gegnum árin. Hann lagði sérstaka áherslu á að reynsla, viska og yfirvegun þessa hóps væri hornsteinn í starfseminni.

„Í dag komum við saman til að þakka fyrir störf þeirra sem hafa verið burðarás í starfsemi okkar í áratugi, okkar reyndustu samstarfsfélaga,“ sagði Egill.

Hann minntist einnig tveggja félaga sem létust á árinu, Ólafs Erlingssonar og Pálma Ragnars Pálmasonar, og lýsti þeim sem frábærum fagmönnum, góðum vinnufélögum og vinum.

„Við erum heppin að mörg ykkar eru enn þá hér með annan fótinn eða jafnvel báða, okkur til halds og trausts, og ekki síst til að miðla af reynslu ykkar til komandi kynslóða,“ bætti hann við.

Egill Viðarsson, framkvæmdarstjóri Verkís, hélt ræðu við tilefnið.

Heiðraðir starfsmenn

Þeir sem voru heiðraðir fengu fallegan blómvönd og gjöf í þakklætisskyni:

  • Bjarni Bjarnason
  • Flosi Sigurðsson
  • Helgi Valdimarsson
  • Helga Björnsdóttir
  • Karl Rosenkjær
  • Sigmar A. Steingrímsson
  • Sigrún Björg Ásmundsdóttir
  • Sigurþór H. Tryggvason

Auk þessa var öllu tímavinnustarfsfólki og hópi fyrrum starfsfólks sem hefur lokið störfum vegna aldurs undanfarin ár boðið að vera með, sem og starfsfólki Verkís. Það skapaði einstaka samverustund þar sem kynslóðir starfsfólks hittust, ræddu verkefni liðinna ára og deildu sögum og hlátri.

Þakkarhófið sýndi okkur það starfsfólk sem hefur lagt sitt af mörkum í áratugi heldur áfram að móta fyrirtækið, bæði með verkum sínum og þeirri miklu þekkingu og menningu sem það skilur eftir sig.

 

Heimsmarkmið

Sigurþór H. Tryggvason, Sigrún Björg Ásmundsdóttir, Helgi Valdimarsson, Flosi Sigurðsson, Egill Viðarsson (framkvæmdarstjóri), Bjarni Bjarnason og Karl Rosenkjær. Á myndina vantar Sigmar A. Steingrímsson og Helgu Björnsdóttir
© Silla Páls