14/05/2025

Sunna Liv með grein í Vélabrögðum

Í nýútkomnu vorblaði Vélabragða birtist áhugaverð grein eftir Sunnu Liv Stefánsdóttur, efnaverkfræðing hjá Verkís, þar sem fjallað er um möguleika sem felast í nýtingu lífrænna aukaafurða, sérstaklega frá fiskeldi.

Greinin dregur fram mikilvægi þess að horfa á úrgang sem auðlind — og hvernig hægt er að umbreyta honum í verðmætar afurðir á borð við lífgas, lífkol og áburð. Þetta eru lausnir sem ekki aðeins styðja við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi, heldur geta einnig orðið að grundvelli nýrra tækifæra í íslenskum iðnaði.

Verkís hefur víðtæka reynslu og þekkingu þegar kemur að ráðgjöf og lausnamiðaðri nálgun í fiskeldi – allt frá umhverfismati og leyfismálum yfir í hönnun mannvirkja, kælikerfa, rafdreifikerfa og stjórnbúnaðar. Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf og úttektir sem snúa að nýtingu lífræns úrgangs og þróun umhverfisvænna byggingarefna, þar á meðal lífkol – sem gætu gegnt lykilhlutverki með nýrri byggingarreglugerð í september 2025.

Sunna Liv Stefánsdóttir

???? Grein Sunnu Liv má finna í Vélabrögðum, tímariti véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema Háskóla Íslands

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér greinina og velta fyrir sér þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í verðmætasköpun úr úrgangi. Það er einmitt á slíkum sviðum sem við í Verkís vinnum að því að móta sjálfbæra framtíð ????

???? Tengd þjónusta og verkefni frá Verkís

  1. ???? Umhverfismál og skipulag
    Umhverfismat, Sjálfbærni
  2. ???? Iðnaður og orka
    G. Run fiskvinnsla, Önnur orkuvinnsla, Sjávarútvegur
  3. ????️ Byggingar og mannvirki
    Gæðastjórnun, LCA greiningar, Hönnunarstjórnun, Sjálfbærni mannvirkja

Heimsmarkmið