Sundlaugin Laugaskarði – Endurbætur
Sundlaugin Laugaskarði – Endurbætur. Síðan í október sl. hafa miklar endurbætur átt sér stað við sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.
Verkís sá um alla verkfræðihönnun þessara breytinga fyrir Hveragerðisbæ en A-arkitektar sáu um arkitektahönnun. Í upphafi verks var öll byggingin þrívíddarskönnuð og nýtist sú tækni einmitt afar vel í endurbyggingu eldri bygginga.
Sundlaugin er ein elsta sundlaug landsins og var tekin í notkun árið 1938. Sundlaugin hefur verið lokuð síðast liðna 9 mánuði vegna breytinga sem fela í sér stækkun og endurbætur á búningsklefum laugarinnar.
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á breytingarnar og stefnt er á að opna sundlaugina á ný í júlí.
Verkís óskar Hveragerðisbæ til hamingju með metnaðarfulla uppbyggingu á þessari sögufrægu sundlaug.
Frétt RÚV : Við eigum svo glæsilegar sundlaugar