22/06/2023

Stekkjaskóli vígður við hátíðlega athöfn

Stekkjaskóli
Ljósmynd/Stekkjaskóli

Stekkjaskóli á Selfossi var formlega vígður fyrr í þessum mánuði. Fyrsti áfangi skólans, 4000 fermetrar, var tekinn í notkun í lok mars en þegar hann verður fullbyggður verður hann 11000 fermetrar.

Verkís átti fulltrúa í bygginganefnd og annaðist þar verkefnisstjórn, gerð útboðsgagna og verksamninga fyrir hönnun og framkvæmd. Þá aðstoðaði Verkís einnig við undirbúning uppsetningar á tímabundnum útistofum við Stekkjaskóla.

Íbúum í Árborg hefur fjölgað mikið síðustu ár og var strax hafist handa við annan áfanga skólans til að mæta mikilli fjölgun skólabarna. Skólinn hóf göngu sína í nýja húsnæðinu 22. mars sl. en áður hafði hann starfað í tveimur bráðabirgðahúsnæðum og svo færanlegum kennslustofum sem voru staðsettar við hlið nýja skólans. Skólinn mun fullbyggður hýsa 1.-10. bekk grunnskólans, Tónlistarskóla Árnesinga, leikskóla og íþróttahús.

Verkkaupi er sveitarfélagið Árborg.

https://www.visir.is/g/20232423157d/mikil-anaegja-med-stekkjaskola-a-selfossi

Heimsmarkmið

Stekkjaskóli
Ljósmynd/Stekkjaskóli