05/03/2025

Steinsteypudagurinn 2025 haldinn hátíðlegur

© Steinsteypufélagið

Steinsteypudagurinn 2025 var haldinn á Grand Hótel þann 28. febrúar. Steinsteypudagurinn er árlegur viðburður á vegum Steinsteypufélags Íslands og fer alla jafna fram þriðja föstudaginn í febrúar. Viðburðurinn dregur að sér sérfræðinga og fagfólk úr byggingargeiranum sem fræða, miðla þekkingu og ræða þróun og nýjungar í steinsteypu og byggingariðnaði.

Dagskráin var fjölbreytt með fjölda áhugaverðra fyrirlestra og átti Verkís tvo fulltrúa á viðburðinum:

Indriði Níelsson – byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á byggingarsviði Verkís
Indriði hélt fyrirlesturinn
„Óstaðfestar staðreyndir um uppsteypu“, þar sem hann fjallaði um stöðu uppsteypu á Íslandi, hver staðan er í dag og hvert stefnan er tekin í framtíðinni.

Indriði Níelsson

Ágúst Pálsson – vélaverkfræðingur og lagnahönnuður á byggingarsviði Verkís
Ágúst hélt fyrirlesturinn „Fagfélög: Hvers vegna skipta þau máli?“, þar sem hann ræddi mikilvægi fagfélaga og hlutverk þeirra í að efla fagmennsku og þekkingarmiðlun innan verkfræðinnar.

Ágúst Pálsson

Við hjá Verkís erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til fræðslu og umræðu í byggingargeiranum og þökkum Steinsteypufélagi Íslands fyrir vel skipulagðan og fróðlegan dag.

Heimsmarkmið

© Steinsteypufélagið