04/03/2024

Starfamessa og Framtíðardagar á Akureyri

Starfamessa og Framtíðardagar á Akureyri

Starfamessa og Framtíðardagar á Akureyri.

Verkís á Akureyri tók þátt í Starfamessu og Framtíðardögum í Háskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 29. febrúar.

Viðburðurinn er stór starfskynning sem felur í sér að bjóða mismunandi starfsstéttum að kynna sína starfsemi, þau störf sem unnin eru innan fyrirtækisins og hvaða færni eða menntun þarf til þess að vinna starfið. Þannig gefst nemendum tækifæri til að kynna sér fjölbreytt og spennandi störf og leggja grunninn að menntun sinni í framtíðinni.

Viðburðinum er skipt upp í tvennt; Starfamessan er fyrir nemendur í 9. og 10. bekkja í grunnskólum Akureyrar og nágrennis. Og Framtíðardagar eru fyrir efstu bekki framhaldsskóla og háskólanema.

Um 900 nemendur sóttu viðburðinn í ár og þakkar Verkís kærlega öllum þeim nemendum sem kíktu við í básinn okkar og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.

Heimsmarkmið

Starfamessa og Framtíðardagar á Akureyri