Skøltevegen brú tekin í notkun í Noregi
Verkís sá um for- og verkhönnun brúarinnar
Í lok nóvember 2025 var umferð hleypt á nýja brú yfir Hedalsfjorden vatn í Noregi. Verkís annaðist bæði for- og verkhönnun brúarinnar, auk gerð útboðsgagna og hönnun vega að brúnni.
Verkkaupi var Innlandet fylkeskommune og verktaki Sanne-Hauglid a.s.
Verkefnastjóri Verkís í verkefninu var Grétar Páll Jónsson. Brúarhönnuður var Eggert V. Valmundsson og veghönnuður Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir
54 metra brú með millistöpli í vatninu
Brúin er alls 54 metra löng í tveimur 27 metra höfum. Millistöpull er á náttúrulegum hólma í vatninu.
Forsteyptar, forspenntar einingar stytta framkvæmdatíma
Í verkhönnun var valin lausn með forsteyptum einingum og staðsteyptri plötu. Einingarnar eru forspenntar og bera eiginþyngd brúarinnar á meðan plata er steypt. Á millistöplinum eru einingarnar steyptar saman og þannig gerðar samfelldar til að bera bæði notálag og náttúruálag.
Nýjustu samþykktu brúarbitar norsku vegagerðarinnar
Að tillögu Verkís var ákveðið að nota nýjustu gerð brúarbita sem eru for-samþykktir af norsku vegagerðinni,fyrir brýr í einu hafi. Bitarnir eru hannaðir til að uppfylla gildandi kröfur á sem skilvirkastan hátt og stuðla að hagkvæmri og öruggri lausn.

Hagkvæm, örugg og umhverfisvæn lausn
Hönnuð lausn Verkís reyndist mun hagkvæmari en upphaflegir valkostir verkkaupa, svo sem hefðbundin staðsteypt brú eða hefðbundnar einingalausnir. Lausnin dró jafnframt úr vinnu á framkvæmdastað, jók öryggi og minnkaði efnisnotkun og vinnu yfir vatni, sem skilar bæði umhverfislegum og rekstrarlegum ávinningi.


