Frá BIM360 til ACC
Skapalón – Frá BIM360 til ACC, Gagnastýring, hugverkavernd og rýniferlar. Í morgun stóð BIM Ísland og Verkís fyrir örráðstefnu og umræðu um flutninginn frá BIM360 yfir á ACC. Viðburðurinn var haldinn í höfuðstöðvum Verkís að Ofanleiti 2 í salnum Ásbyrgi. Um var að ræða annan viðburðinn í seríunni BIM Skapalón sem BIM Ísland stendur fyrir.
Kynningin snérist um þá þróun og breytingu sem er að eiga sér sér stað á Autodesk BIM vinnusvæðunum. BIM 360 er að fasast út og Autodesk Construction Cloud ACC er að taka við. Ólafur Daníel Jónsson, leiðtogi stafrænnar hönnunar hjá Verkís, var með inngang í upphafi um tilurð ACC og samskipti Verkís við og ráðleggingar frá Autodesk um þessar umbreytingar. Péter Farkas, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, fór svo betur í hvað Verkís hefur verið að prófa og hvernig það hefur reynst. Ragnar Steinn Clausen og Rut Bjarnadóttir frá Verkís voru einnig með í hugmyndavinnunni og rýni í undirbúningi fyrirlestrarins.
Að kynningu lokinni sköpuðust líflegar og gefandi umræður um þetta mikilvæga málefni.