06/11/2018

Sjóböðin vinna til verðlauna

Sjóböðin vinna til verðlauna
Sjóböðin á Húsavík

Sjóböðin vinna til verðlauna. Basalt arkitektar hlutu hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu, en meðal þeirra verkefna eru sjóböðin á Húsavík, þar sem Verkís sá um alla verkfræðihönnun.

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fimmta sinn, föstudaginn 2. nóvember en Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum. Verðlaunin beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Við val á verðlaunahafa er leitað að framúrskarandi verki, eða safni verka. Verkin þurfa að vera einstök, snjöll lausn, vönduð útfærsla og fagmennska í vinnubrögðum.

Til hamingju Basalt með verðlaunin og takk fyrir samstarfið!

Sjá nánar í frétt á vef Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Sjóböðin vinna til verðlauna
Sjóböðin á Húsavík