Sjálfbærniskýrsla Verkís
Sjálfbærniskýrsla Verkís 2023 er nú útgefin og aðgengileg á netinu og má lesa hana í heild sinni hér.
Í skýrslunni er farið yfir áfanga í umhverfismálum, áherslur Verkís í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, sjálfbærnistefnu, markmið í sjálfbærnimálum og margt fleira tengt þessu mikilvæga málefni.
Verkís tekur hlutverk sitt sem þátttakandi í samfélaginu alvarlega. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að veita ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Við erum leiðandi á sviði vistvænnar hönnunar og vísum veginn á heimsvísu þegar kemur að umhverfisvænni orkuvinnslu. Við erum meðvituð um þau fótspor sem starfsemin skilur eftir sig og leitum sífellt nýrra leiða til að gera betur.