09/09/2021

Sjálfbærar lausnir í mannvirkjagerð

Sjálfbærar lausnir í mannvirkjagerð
Háskólinn í Aveiro

Sjálfbærar lausnir í mannvirkjagerð. Verkís tekur þátt í verkefni sem ber heitið UAveiroGreenBuildings sem fjármagnað er af Uppbyggingarsjóði EES (EEA Grants).

Hlutverk Verkís er að leggja til sérfræðiþekkingu í mannvirkjagerð og sjálfbærri þróun.

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir við viðhald og endurnýjun mannvirkja sem byggja á lögmálum sjálfbærrar þróunar og hringrásarhagkerfis. Aðferðirnar sem verið er að móta verða notaðar við endurnýjun og viðhald nokkurra háskólamannvirkja í Portúgal. Niðurstöður verða aðgengilegar öllum að verkefni loknu.

Með verkefninu er leitast við að:

  • innleiða sjálfbærar lausnir á hönnunarstigi með tilliti til notkunar á endurvinnanlegu efni og meðhöndlun úrgangs; og
  • efla framkvæmd umhverfisviðmiða og stuðla að bættum árangri í umhverfismálum í mannvirkjageiranum.

Það er Háskólinn í Aveiro í Portúgal sem stendur fyrir verkefninu en samstarfsaðilar eru CentroHabitat og Evris Foundation.

Kynntu þér : Þjónusta Verkís á sviði sjálfbærni mannvirkja.

Heimsmarkmið

Sjálfbærar lausnir í mannvirkjagerð
Háskólinn í Aveiro