16/02/2022

Samkeppni um mótun Gömlu hafnarinnar

Samkeppni um mótun Gömlu hafnarinnar
Gamla höfnin

Samkeppni um mótun Gömlu hafnarinnar. Verkís hefur verið valið í teymi sem vinna mun þróunaráætlun fyrir Gömlu höfnina, ásamt Arkís, KPMG og Landhönnun.

Verkefnið felur í sér að móta framtíð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og marka framtíðarstefnu svæðisins.

Faxaflóahafnir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýstu í janúar eftir teymi til að vinna þróunaráæltun fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík. Alls voru 9 teymi sem sóttu um og var það í höndum valnefndar að skera úr hvaða teymi hentaði verkefninu.

Umsögn valnefndar:

“Teymið býr yfir yfirgripsmikilli getu og þekkingu allt frá skipulagi, hönnun, sjálfbærni og verkefnastjórnun. Teymið dró upp mjög skýra mynd af verkefninu, tímalínunni og útkomunni, bæði í umsókn og í viðtali. Þetta var erfitt val fyrir valnefnd enda öll teymin mjög hæf til að vinna verkið. Það sem skar úr var í þessu tilviki að teymið sem fékk verkið sýndi fram á mikla hæfni á öllum sviðum verksins, gott jafnvægi innan teymis og getu til að horfa á verkið út frá mörgum ólíkum vinklum.”

Þrír aðilar sátu í valnefnd: Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna og Kristján Örn Kjartansson arkitekt sem tilnefndur var af Arkitektafélagi Íslands.

Umfjöllun á byggingar.is: Teymi Arkís, KPMG, Landhönnunar og Verkís voru hlustskörpust í samkeppni að móta framtíð Gömlu hafnarinnar.

Umfjöllun á honnunarmidstod.is: Valið úr hópi umsækjanda til að vinna þróunaráætlun fyrir Faxaflóahafnir

 

Heimsmarkmið

Samkeppni um mótun Gömlu hafnarinnar
Gamla höfnin