21/11/2019

Verkís undirritar rammasamning við Landsnet

Verkís undirritar rammasamning við Landsnet
Samningur við Landsnet

Verkís undirritar rammasamning við Landsnet. Í morgun skrifuðu Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets og fulltrúar sjö verkfræðistofa undir rammasamninga um verkfræðiráðgjöf.

Samningarnir sem skrifað var undir eru við Eflu, Hnit, Mannvit, Norconsult, Verkís, VSÓ og Verkfræðistofu Reykjavíkur og snúa að kaupum á þjónustu ráðgjafa vegna verkhönnunar, útboðshönnunar og verkeftirlits nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsmannvirkjum. Innkaupin fara annaðhvort fram sem bein innkaup eða samkvæmt einföldum útboðum innan rammasamningsins.

Verkís er með víðtækt þjónustuframboð á sviði raforkuflutnings og áratuga reynslu. Við væntum áframhaldandi góðs samstarfs við Landsnet í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru í uppbyggingu og styrkingu flutningskerfis raforku á Íslandi.

Sjá þjónustu Verkís á sviði raforkuflutnings.

Verkís undirritar rammasamning við Landsnet
Samningur við Landsnet