Opnunarhátíð starfsstöðvar Verkís á Akureyri
Í gær, fimmtudag 22. janúar, fór fram opnunarhátíð nýrrar starfsstöðvar Verkís á Akureyri. Síðastliðið haust flutti skrifstofan starfsemi sína í nýjan skrifstofuturn á Norðurtorgi og er nú staðsett á 2. hæð hússins.
Í vikunni bættist við nýr matsalur og mötuneyti og af því tilefni var haldin opnunarhátíð til að fagna þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. Starfsfólk tók vel á móti viðskiptavinum, samstarfsaðilum og verktökum, þar sem boðið var upp á léttar veitingar.
Nýtt skrifstofurými ásamt mötuneyti bætir vinnuaðstöðu starfsfólks til muna, skapar betri aðstöðu til samveru og gefur jafnframt tækifæri til að fjölga í starfsmannahópnum og byggja upp enn öflugri starfsemi og viðskipti á Norðurlandi.
Starfsstöð Verkís á Akureyri er ein af ellefu starfsstöðvum fyrirtækisins víðs vegar um landið og gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við verkefni og viðskiptavini á Norðurlandi.



Verkís sá um alla verkfræðihönnun nýrrar starfsstöðvar. Arkitektar voru Arkís fyrir skrifstofurými og matsal Verkís. Úti og inni arkitektar fyrir húsnæðið í heild.
