02/02/2023

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn
Hjúkrunarheimili Höfn. Ljósmynd/Basalt arkitektar

Verkís sinnir byggingastjórn og eftirliti vegna nýs hjúkrunarheimilis á Höfn.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir hafa samið við Verkís um að sinna byggingastjórn og eftirliti með byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði.

Fyrstu skóflustungurnar að nýja heimilinu voru teknar í september á síðsta ári. Framkvæmdin felur í sér 1.400 fermetra viðbyggingu við eldra húsnæði Skjólgarðs sem jafnframt verður endurgert. Hjúkrunarrýmum mun fjölga um sex og aðbúnaður fyrri íbúa breytast til hins betra.

Á Skjólgarði eru núna 24 hjúkrunarrými og nær öll þeirra eru tvíbýli. Með framkvæmdinni verða öll hjúkrunarrýmin einbýli, 20 þeirra í nýbyggingunni og 10 í núverandi húsnæði.

Stjórnarráðið | Skóflustunga tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn (stjornarradid.is)

Heimsmarkmið

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn
Hjúkrunarheimili Höfn. Ljósmynd/Basalt arkitektar