28/03/2023

Nýr leikskóli á Hvolsvelli

Nýr leikskóli á Hvolsvelli
Leikskólinn mun rúma 160 börn á átta deildum. Tölvuteikning/Hvolsvöllur

Nýr leikskóli á Hvolsvelli. Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli, sem verður ein stærsta leikskólabygging á Íslandi, verður afhent í maí nk. Verkís annast byggingarstjórn og verkeftirlit verksins.

Í leikskólanum verða átta deildir og rúmar skólinn 160 nemendur. Skólinn er hannaður og byggður með stækkunarmöguleika upp í tíu deildir. Í dag eru rúmlega 100 leikskólabörn á Hvolsvelli og þar sem eldra húsnæðið rúmar ekki þann fjölda hefur þurft að reka skólann í fleiri en einu húsnæði.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Suðurlandi á undanförnum árum. Hvolsvöllur er þar engin undantekning og er nýr miðbær í mótun. Íbúum hefur fjölgað umtalsvert og í haust taldi svæðið yfir tvö þúsund íbúa í fyrsta skipti.

Nýja leikskólabyggingin er staðsett við Vallarbraut og er um 1.650 fermetrar. Aðalverktaki við framkvæmdina er Jáverk ehf. Verkframkvæmdin hefur gengið afar vel og eru nú á þriðja tug iðnaðarmanna á verkstað.

Heimsmarkmið

Nýr leikskóli á Hvolsvelli
Leikskólinn mun rúma 160 börn á átta deildum. Tölvuteikning/Hvolsvöllur