07/06/2021

Ný stjórn Orkuklasans

Ný stjórn Orkuklasans
Adalfundur Orkuklasans 2021

Ný stjórn Orkuklasans var kjörin á aðalfundi félagsins sl. fimmtudag. Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, gekk úr stjórninni en hann hafði verið formaður í þrjú ár og í stjórn félagsins frá upphafi. Árni Magnússon var kosinn formaður og Bjarni Richter er varamaður hans.

Í nýrri stjórn/varastjórn eru:

Sunna Björg Helgadóttir (HS orka) / Ingvi Gunnarsson (OR)
Ríkarður Ríkarðsson (LV) / Laufey Gunnþórsdóttir (RARIK)
Sigsteinn Grétarsson (Arctic Green Energy) / Sigþór Jónsson (GEG)
Páll Elfar Pálsson (VHE) / Sigurður Sigurðsson (Jarðboranir)
Lilja Tryggvadóttir (Mannvit) / Steinþór Gíslason (Efla)
Gunnar Örn Gunnarsson (RG) / Carine Chatenay (Verkís)

Orkuklasinn er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem taka þátt í orkugeiranum á Íslandi. Innan hans eru m.a. orkufyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki, framhalds-, viðhalds- og þjónustufyrirtæki, háskólar og opinberir aðilar. Orkuklasinn stendur fyrir alla hagsmunaaðila virðiskeðju orkugeirans.

Á myndinni má sjá framkvæmdastjóra klasans, Alexander Richter, ásamt Árna og Sveini Inga Ólafssyni (Verkís) fráfarandi stjórnarformanni.

Á myndinni má sjá framkvæmdastjóra klasans, Alexander Richter, ásamt Árna og Sveini Inga Ólafssyni (Verkís) fráfarandi stjórnarformanni.

Iceland Renewable Energy Cluster

Heimsmarkmið

Ný stjórn Orkuklasans
Adalfundur Orkuklasans 2021