Nordiwa – Norræn fráveituráðstefna
Nordiwa – Norræn fráveituráðstefna. Verkís er með fyrirlesara á Norrænu fráveituráðstefnunni Nordiwa sem fer fram rafrænt dagana 28. sept – 1. okt.

Vala Jónsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís, fjallar um hönnun sjálfbærra innviða með notkun Breeam Communities. Kynningin var gerð í samvinnu við Sigurð Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðing hjá Verkís og Stefaníu Láru Bjarnadóttur, umhverfisverkfræðing hjá Mannvit.
Ráðstefnan er sett upp í nokkrar málstofur og í heildina eru um 200 fyrirlesarar sem taka þátt. Þetta er í sautjánda skipti sem ráðstefnan er haldin þar sem markmið hennar er að fá sérfræðinga á sviði fráveitu til að miðla þekkingu sinni og reynslu.
Áherslu atriði ráðstefnunnar í ár eru loftslagsmál, fráveitukerfi, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið.
Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf við undirbúning og hönnun veitumannvirkja, s.s. fyrir fráveitur, hitaveitur eða vatnsveitur. Sjá nánar um þjónustu Verkís hér.
