09/05/2018

Morgunverðarfundur um sundhöllina Holmen

Morgunverðarfundur um sundhöllina Holmen
Holmen sundhöll

Morgunverðarfundur um sundhöllina Holmen. Miðvikudaginn 16. maí heldur Verkís morgunverðarfund sem ber yfirskriftina Sundhöllin Holmen – Bygging ársins í Noregi 2017. Þar verða fluttir fjölbreyttir og fræðandi fyrirlestrar um hina ýmsu þætti verksins auk þess sem gestum stendur til boða að virða bygginguna fyrir sér í sýndarveruleika.

Dagskrá

Kl. 8.30             Húsið opnar                                                                             Morgunmatur í boði Verkís / Sýndarveruleiki

Kl. 9.00             Íslensk hönnun í Noregi frá A – Ö.
Flosi Sigurðsson, viðskiptastjóri, Verkís

Kl. 9.20            „Þú stekkur aldrei lengra en þú ætlar þér“
Aðalsteinn Snorrason, arkitekt, ARKÍS
Einstakur arkitektúr byggður á sérkennum verkefnisins

Kl. 9.40             Frá hugmynd að veruleika
Eiríkur St. Búason, byggingarverkfræðingur,., Verkís

Kl. 10.00            Kaffihlé
Kaffi og veitingar / Sýndarveruleiki

Kl. 10.20            Umhverfisáherslur og líftímagreining
Elín Vignisdóttir, landfræðingur, Verkís

Kl. 10.40            Frá tvívídd til BIM
Davíð Friðgeirsson, BIM ráðgjafi og byggingafr., Verkís

Kl. 11.00             Varmaorkuframleiðsla og nýting
Kristján Þ. Hálfdánarson, véltæknifræðingur, Verkís

Kl. 11.15              Lokaorð og umræður
Eiríkur Steinn Búason, byggingarverkfræðingur, Verkís

Fundarstjóri: Eiríkur K. Þorbjörnsson, rafmagnstæknifræðingur, Verkís

Sundhöllin Holmen í Asker í Noregi var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Sundhöllin var hönnuð af Verkís verkfræðistofu og ARKÍS arkitektum. Umhverfisvæn orka er í lykilhlutverki en nærri helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur Holmen er aflað á lóð hennar, meðal annars með varmadælum. 

Holmen var valin bygging ársins 2017 í Noregi, tilnefnd til norsku Varmadæluverðlaunanna 2018 og valin eitt af fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Sundhöllin er talin leggja ný viðmið um hönnun sundhalla í Noregi hvað varðar orkunotkun og vistvæna hönnun.

Aðgangur er ókeypis en gestir eru beðnir um að senda skráningu á netfangið kynningarmal@verkis.is. 

Morgunverðarfundur um sundhöllina Holmen
Holmen sundhöll