Morgunverðarfundur – Jarðvegsmengun
Morgunverðarfundur – Jarðvegsmengun. Fimmtudaginn 16. mars nk. stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 en verður einnig aðgengilegur í streymi.
Jarðvegur er mikilvæg auðlind en þar sem hún er takmörkuð þurfum við að vera meðvituð um heilbrigði hennar og hvernig við meðhöndlum hana. Vitundarvakning er að verða um mikilvægi þess að framkvæmdar séu mengunarrannsóknir í jarðvegi tímanlega.
Regluverkið og leiðbeiningar varðandi aðferðir til mengunarrannsókna hafa verið uppfærðar á síðustu árum.
Ýmsar lausnir til hreinsunar á menguðum jarðvegi eru til staðar og með því að hreinsa mengaðan jarðveg er hægt að nýta þessa mikilvægu auðlind áfram.
Heilsa fólks og umhverfisins er hvatningin fyrir því að vel sé staðið að þessum málum.
Dagskrá:
Kl. 8.30 – 9.00 – Húsið opnar – Ofanleiti 2 / morgunhressing
Kl. 9.00 – 9.10 – Gestir boðnir velkomnir
Kl. 9.10 – 9.15 – Ávarp í upphafi fundar – Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Kl. 9.15 – 9.30 – Leiðbeiningar, kortasjá og ábendingavefur – Kristín Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Kl. 9.30 – 9.45 – Mengunarrannsóknir ráðgjafans – verkferlar, áskoranir og lausnir – Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, doktor í umhverfis- og jarðefnafræði hjá Verkís
Kl. 9.45 – 10.00 – Þetta er bara smá olía, gerir engum mein – Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Kl. 10.00 – 10.15 – Leifar fortíðarinnar, áskoranir framtíðarinnar – Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia
Kl. 10.15 – 10.30 – Umræður / spurningar
Fundarstjórn: Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Gestir eru hvattir til að nýta sér vistvænar samgöngur.
Skráning á fundinn fer fram hér: https://bit.ly/3F7Pzop
Viðburðurinn á Facebook. Jarðvegsmengun | Facebook
Hér er hægt að fylgjast með fundinum í gegnum Teams: https://bit.ly/3kWtUc4