15/11/2022

Morgunverðarfundur – Íþróttamannvirki og lýðheilsa

Þjóðarhöll í Laugardal
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Morgunverðarfundur – Íþróttamannvirki og lýðheilsa. Fimmtudaginn 24. nóvember nk. stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Fundurinn verður haldinn í Ofanleiti 2 en verður einnig aðgengilegur í streymi.

Fjallað verður um mikilvægi þess að horft sé til uppbyggingar aðstöðu fyrir heilsueflandi hreyfingu allra aldurshópa, samhliða uppbyggingu mannvirkja fyrir keppnisíþróttir. Áhersla á aukna lýðheilsu stuðlar að heilbrigðari þjóð.

Í ár höfum við haldið nokkra morgunverðarfundi í tilefni af 90 ára afmæli Verkís. Þar hefur starfsfólk okkar miðlað af þekkingu sinni og reynslu og höfum við einnig fengið til okkar lykilfólk til að segja frá.

Dagskrá:

Kl. 8.30 – 9.00 – Húsið opnar – Ofanleiti 2 / morgunhressing

Kl. 9.00 – 9.10 – Gestir boðnir velkomnir

Kl. 9.10 – 9.20 – Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp

Kl. 9.20 – 9.40 – Hús heilsueflingar – Dr. Janus Guðlaugsson, stofnandi Janus heilsueflingar

Kl. 9.40 – 10.00 – Reynsla Verkís: Frá hugmynd að veruleika – Eiríkur Steinn Búason, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís

Kl. 10.00 – 10.20 – Uppbygging heilsueflandi íþróttaleikvangs – Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby Boldklub

Kl. 10.20 – 10.40 – Þjóðarhöll í Laugardal – Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís

Kl. 10.40 – 11.00 – Umræður / spurningar

Fundarstjórn: Yrsa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Gestir eru hvattir til að nýta sér vistvænar samgöngur.

Skráning á fundinn fer fram hér

Þjóðarhöll í Laugardal
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.