Mikill áhugi á öruggri hleðslu
Mikill áhugi á öruggri hleðslu. Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur á Byggingarsviði Verkís, flutti erindið Kominn tími til að tengja rétt á fræðslufundi Orku náttúrunnar.
Fundurinn fór fram í húsnæði ON í hádeginu í dag og bar hann yfirskriftina „Ég elska rafbílinn minn“.
Í erindi sínu fjallaði Þórður um atriði sem er gott fyrir rafbílaeigendur að hafa í huga þegar kemur að öruggri hleðslu rafbíla.
Ljóst er að mikill áhugi er á öruggri hleðslu og leiðum sem rafbílaeigendur geta farið við að hlaða bílana heima við. Gestir fundarins voru duglegir að spyrja Þórð og aðra fyrirlesara og var meðal annars töluverður áhugi á hleðslu rafbíla í fjöleignarhúsum.
Viltu vita meira um hleðslu rafbíla?
Verkís stendur fyrir opnum hádegisfræðslufundi fyrir heimili og húsfélög miðvikudaginn 29. maí nk. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Hlöðum rafbílinn rétt, munu sérfræðingar okkar og gestafyrirlesari fræða og svara spurningum um málefnið.
Facebook-viðburður: Hlöðum rafbílinn rétt
Gestafyrirlesari á hádegisfundinum verður Sigurður Helgi Guðjónsson, lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Hann mun fjalla um rafbílavæðingu fjöleignarhúsa og lögfræðileg álitaefni sem hafa risið og kunna að rísa í því samhengi.
Samhliða fjölgunar rafbíla hér á landi hefur myndast flöskuháls í lögum um fjöleignarhús og stendur nú yfir vinna við frumvarp um breytingu á lögunum með tilliti til þessa. Ýmis deilumál hafa komið upp meðal íbúa í fjöleignarhúsum vegna hleðslu rafbíla og mun Sigurður fjalla um nokkur þeirra.