30/04/2024

Málþing um náttúruhamfarir

Málþing um náttúruhamfarir
© VÍSIR/VILHELM

Málþing um náttúruhamfarir. Síðasta föstudag fór fram málþing í Grósku sem bar heitið: Getum við hannað okkur í gegnum náttúruhamfarir?

Málþingið var haldið af Bláa lóninu í samstarfi við HönnunarMars, Arkitektafélag Íslands og FÍLA – Félag íslenskra landslagsarkitekta. Þar ræddu sérfræðingar um gildi hönnunar á tímum jarðhræringa og einn af þessum sérfræðingum var Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, en Ari hefur verið í þungamiðju framkvæmda á varnargörðum á Reykjanesi allt frá upphafi.

Markmiðið með málþinginu var að nýta þá reynslu sem hefur skapast undanfarin ár og safna saman helstu sérfræðingum á þessu sviði sem velta síðan upp nokkrum mikilvægum spurningum um þetta stóra og flókna málefni. Einnig var markmiðið að hvetja hönnunarsamfélagið til þess að deila þekkingu, ræða það sem hægt er að læra og stuðla að því að við sem samfélag varðveitum þessa þekkingu til framtíðar.

Heimsmarkmið

Málþing um náttúruhamfarir
© VÍSIR/VILHELM