Lýsingarteymi Verkís hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin
Teymið hlaut verðlaun í Opnum flokki fyrir lýsingarhönnun á Borgarverunni, sýningu sem haldin var í Norræna húsinu.
Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi en þetta er í þriðja sinn sem Íslensku lýsingarverðlaunin eru afhent.
Á myndinni hér til hliðar er hluti af lýsingarteymi Verkís með verðlaunini. Frá vinstri: Daríó Gustavo Núñez Salazar, Tinna Kristín Þórðardóttir og Jónína De La Rosa. Lengst til hægri er Anna María Bogadóttir, arkitekt og hönnuður sýningarinnar.
Lýsingarteymi Verkís var tilnefnt til Íslensku lýsingarverðlaunanna fyrir lýsingarhönnun fyrir verkefnin Laugavegur 13, Sundhöll Reykjavíkur, Glerártorg, Stjórnarráð Íslands og Veröld – Hús Vigdísar.