27/02/2018

Lífshlaupið 2018 – Verkís sigurvegari

Lífshlaupið 2018
Margrét Elín Sigurðardóttir (önnur frá vinstri), jarðtækniverkfræðingur og Dóra Hjálmarsdóttir (önnur frá vinstri), ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / rafmagnsverkfræðingur, veita viðurkenningunum viðtöku fyrir hönd Verkís. 

Lífshlaupið 2018. Verkís fór með sigur af hólmi í flokki fyrirtækja með 150 – 399 starfsmenn í Lífshlaupinu í ár. Var Verkís bæði með hæsta hlutfall daga og mínútna.

Í ár stóð vinnustaðakeppni Lífshlaupsins yfir í þrjár vikur, frá 31. janúar – 20. febrúar.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Við erum stolt af árangrinum og hvetjum starfsfólk okkar og aðra til að halda áfram að huga að daglegri hreyfingu. 

Lífshlaupið 2018
Margrét Elín Sigurðardóttir (önnur frá vinstri), jarðtækniverkfræðingur og Dóra Hjálmarsdóttir (önnur frá vinstri), ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / rafmagnsverkfræðingur, veita viðurkenningunum viðtöku fyrir hönd Verkís.