20/11/2024

Lífsferilsgreiningar í byggingariðnaði

Fyrirlesarar og fundarstjóri

Verkís stóð fyrir morgunverðarfundi í dag, miðvikudag 20. nóvember, um lífsferilsgreiningar í byggingariðnaði.

Fundurinn var vel sóttur og viljum við þakka kærlega öllum þeim sem sáu sér fært að mæta.

Fundurinn bar yfirskriftina Sjálbær þróun í byggingariðnaði: Hvernig getur byggingariðnaðurinn undirbúið sig fyrir breytingar á byggingarreglugerð.
Áherslur fundarins voru þær lagabreytingar á byggingareglugerð sem kynntar voru í mars síðastliðinn um innleiðingu lífsferilsgreiningar (e. Life Cycle Analysis), samræmda aðferð til að meta umhverfisáhrif bygginga yfir alla virðiskeðjuna. Breytingarnar fela í sér að frá og með 1. september 2025 verður gerð krafa um gerð lífsferilsgreininga fyrir öll ný byggingarleyfisskyld mannvirki í stærri umfangsflokkum.

Á fundinum voru fjórir fyrirlesarar. Elín Þórólfsdóttir frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun fjallaði um Lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð og lagabreytingarnar. Anna Ingvarsdóttir frá Verkís fjallaði um Áskoranir í gerð lífsferilsgreininga, lausnir og ráðgjöf. Jónína Þóra Einarsdóttir og Kai Westphal frá Steypustöðunni fjölluðu um sjálfbærnivegferð Steypustöðvarinnar.
Fundarstjóri var Íris Þórarinsdóttir frá Reitum.

Upptaka af fundinum má finna hér.

Verkís býður upp á þjónustu á sviði lífsferilsgreininga og EPD blaða, hægt er að hafa samband við okkar sérfræðingar, sjá nánar :

Þjónusta Verkís á sviði lífsferilsgreininga.

Þjónusta Verkís á sviði EPD blaða.

Fyrirlesarar og fundarstjóri