10/04/2025

Lífsferilsgreiningar – Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Í september tekur gildi breyting á byggingareglugerð sem kveður á um innleiðingu lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Analysis, LCA), sem er samræmd aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif mannvirkja yfir allan lífsferil þeirra. Þá verður gerð krafa um að framkvæma lífsferilsgreiningar fyrir öll ný byggingarleyfisskyld mannvirki í umfangsflokkum 2 og 3, sbr. 1.3.2. gr. í byggingarreglugerð.

Mannvirkjageirinn stendur fyrir um 30–40% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, ásamt verulegri auðlindanotkun og úrgangsmyndun. Lífsferilsgreiningar eru lykilatriði í því að draga úr kolefnislosun við gerð mannvirkja. Með þeim er hægt að kortleggja losun frá öllum stigum lífsferils mannvirkis – frá hönnun og byggingarframkvæmd til notkunar, viðhalds og niðurrifs. Þannig má greina tækifæri til umbóta, hvort sem er með vistvænni hönnun eða markvissum aðgerðum á verkstað.

Verkís – þinn ráðgjafi í lífsferilsgreiningum

Verkís veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði og annast allt ferlið. Við tryggjum að það sé einfalt, skilvirkt og í samræmi við viðeigandi staðla. Auk þess leiðbeinum við um vistvæna valkosti í hönnun og framkvæmdum, sem styður við að uppfylla nýju kröfurnar og stuðla að sjálfbærari framtíð.

Vertu skrefi á undan – hafðu samband við Verkís í dag.

 

Sjá nánar um LCA greiningar hjá Verkís.

Morgunverðarfundur – Sjálbær þróun í byggingariðnaði: Hvernig getur byggingariðnaðurinn undirbúið sig fyrir breytingar á byggingarreglugerð.

Heimsmarkmið