Lífsferill raftækja – Keshav Parajuly heldur fyrirlestur
Verkís og Samtök iðnaðarins bjóða upp á fræðsluerindi um lífsferil raftækja miðvikudaginn 21. mars kl. 9:00-9:45 í höfuðstöðvum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík.
Keshav Parajuly, nýdoktor í umhverfisverkfræði við háskólann í Suður Jótlandi, heldur erindi um rannsókn sína um visthagkerfi (e. circular economy), einkum lífsferil raftækja. Fyrirlesturinn fjallar um þróun, virði og afleiðingar úrgangs frá raftækjum, sér í lagi verðmætra málma. Parajuly er staddur hér á landi til að halda tvo fyrirlestra í Háskóla Íslands á námskeiði í Lífsferilsgreiningu (LCA).
Fyrirlesturinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig.