25/01/2018

Laugavegur 13 – Verkís hannar lýsingu

Laugavegur 13
Laugavegur 13 lýsing

Laugavegur 13, undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðgerðir og viðhald á húsinu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var jafnframt lýst upp og nýtur þessi glæsilega byggingin sín afar vel í skammdeginu. Verkís hannaði lýsinguna og sá um eftirlit með framkvæmdum.

Lýsingarteymi Verkís hannaði lýsinguna með einkennandi form byggingarinnar í huga. Ákveðið var að lýsa húsið upp með nýjustu tækni, LED-ljósum frá Jóhanni Ólafssyni og co. Ljósunum var komið fyrir ofan á skyggninu á milli fyrstu og annarrar hæðar hússins.

Mikil áhersla var lögð á að vanda staðsetningu ljósanna til að tryggja að lýsingin yrði jöfn á veggjunum en ljósin myndu jafnframt lýsa upp efri brúnir veggjanna. Sérstökum aukabúnaði var bætt við ljósin til að koma í veg fyrir að lýsingin truflaði íbúa í nærliggjandi byggingum.

Tveimur lömpum til viðbótar var komið fyrir efst á húsinu til að fullkomna lýsingu hússins, ásamt því að gera það að upplýstu kennileiti í borginni.

Laugavegur 13
Laugavegur 13 lýsing