10/06/2022

Kynntu tillögur starfshóps vegna eldsumbrota

Kynntu tillögur starfshóps vegna eldsumbrota
Ari Guðmundsson

Kynntu tillögur starfshóps vegna eldsumbrota. Starfshópurinn Varnir mikilvægra innviða kynnti áfanganiðurstöður vinnu sinnar vegna eldsumbrota á Reykjanesi á fimmtudaginn í síðustu viku fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu. Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur og sviðsstjóri hjá Verkís, leiddi hópinn og kynnti tillögurnar fyrir hönd hans.

Starfshópurinn var settur á laggirnar í byrjun mars í fyrra rétt áður en eldgos hófst í Fagradalsfjalli. Við gosið vaknaði Reykjanesskaginn af löngum dvala en þá hafði ekki gosið á skaganum í nær 800 ár og í 6000 ár í Fagradalsfjalli. Gosið í fyrra stóð í um hálft ár. Vísindamenn telja að það hafi aðeins verið byrjunin og búast megi við fleiri eldsumbrotum á næstu árum og áratugum.

Á fundinum í síðustu viku voru vísindamenn, verkfræðingar, lögreglu- og björgunarsveitarmenn á Reykjanesskaga ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fyrirtækja sem reka mikilvæga innviði á svæðinu. Starfshópurinn kynnti tillögurnar sem snúa að frekari greiningum og rannsóknum, forvarnaaðgerðum og gerð viðbragðsáætlana.

Tillögur um varnir áður en eldgos gæti hafist | RÚV (ruv.is)

Heimsmarkmið

Kynntu tillögur starfshóps vegna eldsumbrota
Ari Guðmundsson