Kynningarfundur um gróðurelda
Kynningarfundur um gróðurelda. Fundurinn er liður í vitundarvakningu sem unnið hefur verið að á undanförnum árum á vegum Skógræktarinnar, Brunavarna Árnessýslu, Mannvirkjastofnunar, Landssambands sumarhúsaeigenda, Félags slökkviliðsstjóra, Landssamtaka skógareigenda og Verkís.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík. Hann stendur yfir frá kl. 8.30 – 9.30. Húsið opnar kl. 8. Boðið verður upp á morgunhressingu.
Dagskrá:
- Gróðureldar – vitundarvakning. Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun.
- Aðkoma skógræktenda. Björn B. Jónsson, verkefnisstjóri hjá Skógræktinni.
- Viðbúnaður og viðbrögð slökkviliða. Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
- Eigendur sumarhúsasvæða og sumarhúsaeigendur. Dóra Hjálmarsdóttir, öryggisráðgjafi og verkfræðingur hjá Verkís.
- Skipulagsmál – Hverju þarf að breyta? Þuríður R. Stefánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Verkís.
- Umræður.
Fundarstjóri er Dóra Hjálmarsdóttir.
Aðgangur að fundinum er ókeypis. Þau sem ætla að sækja fundinn eru beðin að skrá sig á viðburðinum á Facebook með því að merkja við „going“ vegna takmarkaðs sætafjölda.
Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur vistvænar samgöngur þegar þið sækið viðburðinn. Sjáumst!