12/06/2018

Íslenskar lausnir í nýtingu jarðvarma

Íslenskar lausnir í nýtingu jarðvarma
Ráðstefna jarðvarmi

Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís og Carine Chatenay, viðskiptastjóri á orkusviði Verkís, sóttu ráðstefnuna Empowered – Icelandic solutions for Europe þann 30. maí síðastliðinn.

Þau tóku þátt í pallborði á málstofu sem hafði yfirskriftina Icelandic Solutions and multipurpose utilization of geothermal energy.

Á öllum þremur málstofum ráðstefnunnar sögðu sérfræðingar frá lausnum Íslands á orkumörkuðum í Evrópu og árangursríkum alþjóðlegum jarðhitarannsóknarverkefnum um allan heim.

Ráðstefnan var haldin í sendiráði Norðurlandanna í Berlín en hana sóttu um eitt hundrað manns. Ráðstefnan er hluti af hátíðarhöldum vegna hundrað ára fullveldisafmælis Íslands.

Íslenskar lausnir í nýtingu jarðvarma
Ráðstefna jarðvarmi