IGC Ráðstefnan 2024
IGC Ráðstefnan 2024. Það gleður okkur að tilkynna það að Verkís mun taka þátt í IGC – ICELAND GEOTHERMAL CONFERENCE, sem er alþjóðleg ráðstefna um þá fjölmörgu möguleika sem jarðhitageirinn býður upp á. Ráðstefnan fer fram í Hörpu 28.-30.maí og er skráning í fullum gangi hér
Á ráðstefnunni koma saman frumkvöðlar og leiðtogar á sviði jarðavarma og því er þetta einstakt tækifæri að taka þátt í því að móta framtíð endurnýjanlegrar orku. Farið verður m.a. yfir hluti eins og að berjast gegn loftslagsbreytingum, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja stöðugt orkuframboð fyrir framtíðina.
Burtséð frá bakgrunni eða sérfræðiþekkingu býður þessi ráðstefna upp á vettvang fyrir tengingu, samvinnu og mótun sjálfbærrar framtíðar fyrir komandi kynslóðir.