Hydro 2018
Hydro 2018. Á dögunum tók Verkís þátt í alþjóðlegu sýningunni Hydropower & Dams, sem fór fram í Gdansk í Póllandi.
Um er að ræða sameiginlega þátttöku verkfræðistofanna Verkís, Eflu, Mannvits og Vatnaskila, ásamt Landsvirkjun Power, undir merkinu Team Iceland. Verkefnastjórn og utanumhald var í höndum Íslandsstofu þar sem íslensku fyrirtækinu voru með sýningarbás ásamt því sem fulltrúi Landsvirkjunar flutti erindi á ráðstefnunni.
Markmið þátttökunnar var að sýna íslenska sérfræðiþekkingu á sviði hönnunar og ráðgjafar á vatnsaflsvirkjunum.
Ráðstefnan er árlega haldin víðsvegar um Evrópu, þar sem þátttakendur eru um 1500 talsins, víðsvegar að úr heiminum.