Hörn með fyrirlestur á UTmessunni

Í dag, 7. febrúar, heldur Hörn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í straum- og vatnafræði hjá Verkís, fyrirlestur á UTmessunni í Hörpu um hönnun hraunvarnargarða fyrir Svartsengi og Grindavík .
📍 Staðsetning: Eldborg, Harpa
⏰ Tími: 14:20
Í fyrirlestrinum mun Hörn fjalla um hönnun hraunvarnargarða fyrir Svartsengi og Grindavík, sem eru hluti af varnaraðgerðum gegn hraunrennsli á Reykjanesi. Verkís hefur unnið að verkefninu í samstarfi við Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Eflu frá því í kjölfar jarðhræringa snemma árs 2021.
Hönnunin byggist á víðtækri þekkingu, ítarlegum undirbúningi, gagnagreiningu og notkun háþróaðra hermunarlíkana. Hörn, sem hefur áratuga reynslu af vatnafræði og flóðagreiningum, hefur þróað aðferðir til að besta legu og hæð hraunvarnargarða með hraunflæðihermun og er hönnuður að görðunum á Reykjanesi.
UTmessan er einn stærsti tækniviðburður ársins á Íslandi þar sem fjölbreytt úrval fyrirtækja, sérfræðinga og áhugafólks um tækni kemur saman til að miðla þekkingu og kveikja áhuga á tölvu- og tæknigreinum.
Við hvetjum öll sem verða á svæðinu til að mæta og hlusta á fróðlegan fyrirlestur🔥🌋