08/02/2023

Hópur björgunarsveitarfólks til Tyrklands

Hópur björgunarsveitarfólks til Tyrklands
Kári Steinar Karlsson

Hópur björgunarsveitarfólks til Tyrklands. Kári Steinar Karlsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, er einn þeirra ellefu Íslendinga sem fór á hamfarasvæðið í Tyrklandi í gærkvöldi, en á tíunda þúsund hefur fundist látin í rústum eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi. Um er að ræða hóp á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem stendur saman af sérfræðingum í aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir byggingarverkfræðingur leiðir hópinn.

Kári er einn þriggja byggingarverkfræðinga í hópnum. Þeir munu nýta menntun sína og reynslu á vettvangi. Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að verkfræðingarnir tveir komi til með að fara út á vettvang og vera augu og eyru þeirra sem starfa í stjórnstöðinni. Við erum stolt af því að hafa Kára innan okkar raða og óskum honum og hópnum góðs gengis í þessu krefjandi verkefni.

Samtökin Unicef á Íslandi, Rauði krossinn, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Hjálparstarf kirkjunnar hafa öll sett af stað safnanir fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna.

Hópur björgunar­sveita­rfólks loks lagður af stað til Tyrk­lands – Vísir (visir.is)

Hópur björgunarsveitarfólks til Tyrklands
Kári Steinar Karlsson