Hönnunarkeppni HÍ 2023
Hönnunarkeppni HÍ 2023 verður haldin í Hörpu á laugardaginn og hefst hún kl. 12. Keppnin er skipulögð af nemendum í iðnaðarverkfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands.
Í ár er Verkís einn af styrktaraðilum keppninnar og á Vigfús Arnar Jósefsson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís, sæti í dómnefnd keppninnar.
Keppnin gengur út á að búa til tæki sem leysir stutta braut með þrautum. Tækið verður að keyra af sjálfsdáðum og má ekki vera stjórnað af lifandi veru.
Keppnin er hluti af dagskrá UTmessunnar. Einnig er keppnin í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands.
Keppnin er opin öllum og aðgangur ókeypis og fer hún fram í Silfurbergi í Hörpu.
Facebook síða viðburðarins: Hönnunarkeppni HÍ 2023