06/03/2018

Hittumst á Verk og vit 2018!

Hittumst á Verk og vit 2018!
Sýndarveruleiki

Sýningin Verk og vit hefst í Laugardalshöll næstkomandi fimmtudag, 8. mars. Verkís verður með kynningarbás á sýningunni sem staðsettur er á svæði C50. Starfsfólk okkar stendur vaktina í básnum og kynnir þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.

Við hlökkum sérstaklega til að bjóða sýningargestum að setja upp sýndarveruleikagleraugun, stíga inn í tölvugerð hönnunarlíkön og upplifa. 

Með því að nota BIM aðferðafræðina gefst tækifæri til að auka gæði hönnunar, hagræða í verklegum framkvæmdum og byggja umhverfisvænni mannvirki. Í þessu ferli notum við þrívíð hönnunarlíkön sem innihalda alla byggingarhluta mannvirkisins ásamt upplýsingum um þá.

Á slíkum líkönum er hægt að framkvæma þær greiningar sem þarf til að uppfylla markmið verkefnisins. Með þrívíddarskönnun er tryggt að tekið sé fullt tillit til núverandi aðstæðna og með góðu aðgengi viðskiptavina að hönnunarlíkönum eru allir vel upplýstir um væntanlegt mannvirki.

Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð. Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Það verður mikið um dýrðir í Laugardalshöll. Um 23 þúsund gestir sóttu sýninguna árið 2016, þar sem tæplega 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sýnar og þjónustu. Í ár eru sýnendurnir enn fleiri, eða um 110.

Opnunartímar:
Fimmtudagur 8. mars kl. 17 – 21 (fagaðilar)
Föstudagur 9. mars kl. 11 – 19 (fagaðilar)
Laugardagur 10. mars kl. 11 – 17 (fagaðilar/almennir gestir)
Sunnudagur 11. mars kl. 12 – 17 (fagaðilar / almennir gestir)

Fagaðilamiði: 2.500 kr (gildir alla sýningardaga)
Almennur miði: 1.500 kr (gildir laugardag eða sunnudag)
Eldri borgarar, öryrkjar, börn yngri en 12 ára og nemar fá frítt (laugardag / sunnudag)

Hittumst á Verk og vit 2018!
Sýndarveruleiki