05/07/2023
Heilbrigðisvísindasviðs HÍ – Fyrsta skóflustungan
Heilbrigðisvísindasviðs HÍ – Fyrsta skóflustungan.
Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands í gær 4. júlí.
Hópur undir forystu Verkís varð hlutskarpastur í lokuðu útboði sem haldið var vegna fullnaðarhönnunar hússins. Hópinn skipa Verkís, John Cooper Architecture og TBL arkitektar sem samanstanda af fyrirtækjunum T.ark arkitektum ehf., Batteríinu sf. og Landslagi ehf.
Með nýbyggingunni, sem verður hátt í 10.000 fermetrar, er ætlunin að sameina nær alla starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ á einum stað en í dag er starfsemi sviðsins á níu stöðum í Reykjavík.
Byrjað verður á að reisa nýbygginguna mjög fljótlega og er áætlað að hún verði tilbúin til notkunar í lok árs 2026. Áhersla verður á aðgengi fyrir alla, góða hljóðvist, dagsbirtu og alla innivist, svo sem loftræsingu og hitastig.
Sjá nánar á vef Háskóla Íslands : Skóflustunga tekin að nýju húsi heilbrigðisvísinda.