08/06/2021

Hádegisfundur um rafvæðingu hafna á Íslandi

Hádegisfundur um rafvæðingu hafna á Íslandi
Rafvæðing hafna

Hádegisfundur um rafvæðingu hafna á Íslandi. Verkís og Græna orkan standa saman fyrir rafrænum hádegisfundi um rafvæðingu hafna á Íslandi miðvikudaginn 9. júní kl. 12 – 13.

Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís, fjallar í erindi sínu um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju.

Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni. Græna orkan er samstarfsvettvangur um orkuskipti og er Verkís einn af aðilum.

Gert er ráð fyrir 15 mínútum fyrir spurningar og umræður.

Landtenging skipa I Þjónusta I www.verkis.is

Heimsmarkmið

Hádegisfundur um rafvæðingu hafna á Íslandi
Rafvæðing hafna