19/04/2021

Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi

Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi
Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi

Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi. Nýsjálenska fyrirtækið Top Energy hefur að undanförnu unnið að stækkun Ngawha jarðvarmavirkjunarinnar á Nýja Sjálandi. Verkís sá um verkhönnun gufuskilju vegna stækkunarinnar og skilar skiljan 99,995% gufugæðum.

Með stækkuninni eykst afkastageta virkjunarinnar um 32 MW. Vélin sem nýtir gufu og skiljuvökva er Binary-vél frá fyrirtækinu Ormat.

Venjulega hannar Ormat og smíðar skiljur fyrir sínar vélar en í þessu verkefni vildi eigandi orkuversins nýta þekkingu og reynslu Verkís og reyna lárétta gufuskilju enda ýmislegt í fyrirkomulagi við holur sem ýtir undir þá ákvörðun

Að sögn eiganda hefur nýja skiljan staðist allar væntingar um afköst og gufugæði og reynslan sem komin er nú þegar sýnir vel kosti láréttra gufuskilja. Þá er fyrirkomulag pípna á borteig vel útfært af samstarfaðila Verkís í Nýja Sjálandi

Verið er að smíða og setja upp tvær aðrar gufuskiljur frá Verkís á Nýja Sjálandi og verður spennandi að sjá hvernig þær reynast á komandi mánuðum.

Heimsmarkmið

Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi
Gufuskilja fyrir jarðgufuvirkjun á Nýja Sjálandi