19/09/2023

Grunnvatnsathugun á Neðri Skaga

Grunnvatnsathugun á Neðri Skaga
© www.west.is

Grunnvatnsathugun á Neðri Skaga. Verkís hefur kannað jarð- og grunnvatnsaðstæður á Neðri Skaga í sumar að beiðni Akraneskaupstaðar. Þessi vinna hófst eftir að ábendingar bárust um hátt grunnvatnsborð og háan hita á grunnvatni.

Gerðar voru jarðgrunnsrannsóknir með gryfjum og mælingum á grunnvatnshæð á völdum stöðum á Akranesi. Síritar voru settir í 3 holur sem skrá hitastig og vatnshæð. Einnig var farið yfir niðurstöður bilanaleitar Veitna og önnur grunngögn skoðuð.

Fyrstu niðurstöður gefa það til kynna að með tilliti til þeirra gagna sem aflað hefur verið, að há grunnvatnsstaða í sumar hafi verið vegna mikillar úrkomu fyrrihluta árs. Síðast mældist meiri úrkoma á þessu tímabili árið 2017 og þar á undan árið 2012.

Mælt er með áframhaldandi vöktun á grunnvatni með síritum og efnagreiningu vatns til að afla nánari upplýsinga og mögulegt upphaf vatnsins og grunnvatnsrennsli á svæðinu. Einnig er mælt með að kanna betur mögulegar ástæður hás grunnvatnsborðs norðvestan við Vesturgötu, við Krókalón.

Hér er hægt að sjá skýrslu Verkís um málið.

Hér er hægt að lesa frétt af www.akranes.is

 

Heimsmarkmið

Grunnvatnsathugun á Neðri Skaga
© www.west.is