Góður árangur í WOW CYclothon
Góður árangur í WOW CYclothon. Í ár sendi Verkís eitt tíu manna lið í WOW Cyclothon. Hópurinn keppti í fyrirtækjaflokki þar sem krafan er um að allir í keppnishópnum séu starfsmenn fyrirtækisins sem þau keppa fyrir.
Í ár var hjólað til styrktar sumarbúðanna í Reykjadal og safnaði lið Verkís alls 273.707 krónum. Verkís kom í mark á tímanum 44:05:40 sem skilaði þeim sæti 21 í fyrirtækjaflokki í B-flokki. Í B-flokki eru lið með 5-10 liðsmönnum og innan hans eru þrír undirflokkar, karla-, kvenna- og blandaður flokkur.
Takk kærlega fyrir allan stuðninginn og áheitin í ár!
Lið Verkís í WOW Cyclothon 2019:
Ágúst Elí Ágústsson
Bryndís Hallsdóttir
Hallgrímur Örn Arngrímsson
Hörn Hrafnsdóttir
Kári Steinar Karlsson
Linda María Ólafsdóttir
Ragnar Haraldsson
Sigurður Gústafsson
Vala Jónsdóttir
Þórður Þorsteinsson