14/10/2020

Fullnaðarhönnun á nýrribrú yfir Jökulsá á Sólheimasandi lokið

Fullnaðarhönnun á nýrri brú
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi - hönnun

Fullnaðarhönnun á nýrribrú yfir Jökulsá á Sólheimasandi lokið. Verkís hefur lokið fullnaðarhönnun nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Búið er að birta tölvumynd af nýju brúnni og hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í smíði brúarinnar.

Heildarlengd á vegkafla verður um einn kílómetri. Brúin verður eftirspennt bitabrú í fimm höfum og verður heildarlengd hennar 163 metrar. Nýja brúin verður reist á sama stað og sú gamla, sem verður rifin. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar mun setja upp bráðabrigðabrú.

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í smíði brúarinnar og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 27. október nk. Áætlað er að verkið verði klárað á haustdögum 2021.

Gamla brúin á Jökulsá austan Skóga er eina einbreiða brúin á leiðinni frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. Hún var byggð árið 1967. Við brúna hafa oft myndast langar bílaraðir þegar umferð er mest á sumrin.

Eitt af skilgreindum markmiðum samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum þar sem fleiri en 200 ökutæki fara um á sólarhring að meðaltali (ÁDU).

Verkefni Verkís: Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Fullnaðarhönnun á nýrri brú
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi - hönnun