22/10/2021

Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki
Jóna Þórunn Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri hjá Verkís tóku við viðurkenningunni

Framúrskarandi fyrirtæki. Í gær, fimmtudaginn 21. október, tók Verkís við viðurkenningu fyrir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Þetta er í áttunda sinn sem fyrirtækið hlýtur vottunina.

Það voru Jóna Þórunn Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri hjá Verkís sem tóku við viðurkenningunni.

Verkís er í hópi þeirra rúmu 800 fyrirtækja sem hlutu viðurkenninguna í ár samkvæmt mati Creditinfo. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækum viðurkenningu fyrir árangur.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla eftirfarin skilyrði:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

 

Heimsmarkmið

Framúrskarandi fyrirtæki
Jóna Þórunn Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri hjá Verkís tóku við viðurkenningunni