22/02/2024

Framkvæmdir í Austurhöfn Gömlu hafnarinnar

Framkvæmdir í Austurhöfn
© www.faxafloahafnir.is
Gamla höfnin

Framkvæmdir Í Austurhöfn Gömlu hafnarinnar í Reykjavík hafa staðið yfir, þar sem lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti landtengingar á Miðbakka. Einnig verður boðið upp á afhendingu á heitu vatni á Miðbakka sem m.a. skemmtiferðaskip geta nýtt til hitunar um borð.

Verkís kemur að allri hönnun í þessu verkefni ásamt því að sjá um eftirlit. Verkefnið er eitt af þeim fjölmörgu “grænu” verkefnum sem Verkís hefur tekið þátt í undanfarin ár og mun halda áfram að gera í framtíðinni.

Áætluð verklok á þessu verkefni er í maí 2024 og geta þá Faxaflóahafnir boðið upp á landtengingar fyrir skemmtiferðaskip bæði á Miðbakka sem og á Faxagarði.

 

Heimsmarkmið

Framkvæmdir í Austurhöfn
© www.faxafloahafnir.is
Gamla höfnin