31/01/2019

Flöskuskeytið komið í hendur Atla

Flöskuskeytið komið í hendur Atla

Flöskuskeytið komið í hendur Atla, í vikunni eftir ferðalag sitt frá Noregi.

Starfsmenn Verkís hittu Atla og fleiri 6. bekkinga í Laugarnesskóla þar sem nemendur fengu kynningu á ferðum flöskuskeytisins og hvernig rusl sem endar í sjónum getur ferðast langar vegalendir.

Verkefnið í samvinnu við Atla hófst í júlí sl. þar sem flöskuskeytinu var kastað í sjóinn með mikilvægum skilaboðum, þar sem Atli hvetur þann sem finnur skeytið að hugsa um náttúruna og tína rusl. Skeytið ferðaðist yfir 5.000 km til norður Noregs þar sem Norðmaðurinn Arnt Eirik Hansen fann skeytið í fjöru skammt vestan við bæinn Berlevåg.

Flöskuskeytið komið í hendur Atla