28/05/2024

Fjórar brýr í smíðum yfir Hornafjarðarfljót

Fjórar brýr í smíðum yfir Hornafjarðarfljót
© Ístak – Aron Örn Karlsson

Fjórar brýr í smíðum samtímis á nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót. Í Hornafirði eru umfangsmiklar vegaframkvæmdir þar sem verið er að leggja nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót. Í verkinu, sem kostar um 8,8 milljarða króna, eru fjórar brýr í smíðum samtímis. Verkís sér um eftirlit fyrir verkefnið sem styttir Hringveginn um 12 kílómetra og tekur af þrjár einbreiðar brýr. Lengsta brúin verður 250 metra löng, og verður smíðuð í tveimur áföngum.

Heimafólk vill breyta hönnun vegarins og setja upp hringtorg í stað tveggja T-gatnamóta til að auka umferðaröryggi. Nýi vegurinn verður 19 kílómetrar að lengd og á að vera tilbúinn í desember á næsta ári. Í verkefninu taka um 70 manns þátt og framkvæmdir við nýja Fljótaveg hófust síðastliðinn vetur.

Fjórar brýr í smíðum yfir Hornafjarðarfljót
© Ístak – Aron Örn Karlsson