22/05/2019

Fagþing Samorku 2019 – Verkís með erindi

Fagþing Samorku 2019
Park Inn hótel Keflavík

Fagþing Samorku 2019 fer fram á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ dagana 22.-24. maí nk. Þar koma fyrirtæki sem sinna framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu á rafmagni saman og ræða það sem er efst á baugi.

Verkís verður með eitt erindi á fagþinginu, ásamt því að vera með kynningarbás.

Stafrænt tengivirki í stuttu máli
Guðbjörn Gústafsson, rafmagnsverkfræðingur, Verkís.

Verkís hefur langa reynslu af ráðgjöf og hönnun á orkuflutnings- og dreifikerfum raforku og hefur m.a. séð um hönnun fjölda tengivirkja á Íslandi og erlendis. Nánar um þjónustu Verkís á sviði raforkuflutnings og raforkuvinnslu.

Nokkur verkefni á þessu sviði:
Gufustöðin í Bjarnarflagi: Nýr gufuhverfill
Tengivirki í Búrfelli
Tengivirki Vestmannaeyjum
Stækkun Búrfellsvirkjunar
Vestmannaeyjastrengur
Vatnsaflsvirkjun í Ilulissat

Nánari upplýsingar um Fagþing Samorku má nálgast hér

Fagþing Samorku 2019
Park Inn hótel Keflavík